Obama frystir laun

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti til­kynnti í dag að laun al­rík­is­starfs­manna yrðu fryst í tvö ár og varaði jafn­framt banda­rísk­an al­menn­ing við því að þetta væri aðeins fyrst af mörg­um erfiðum ákvörðunum sem taka þyrfti til að draga úr vax­andi fjár­laga­halla rík­is­ins.

„Hinn grimmi sann­leik­ur er sá að mikl­ar fórn­ir eru nauðsyn­leg­ar til þess að hafa hem­il á hall­an­um og starfs­menn al­rík­is­stjórn­ar­inn­ar verða að færa hluta þeirra fórna,“ sagði for­set­inn.

Fryst­ing­in nær til allra al­mennra starfs­manna al­rík­is­stjórn­ar­inn­ar, m.a. þeirra sem vinna fyr­ir varn­ar­málaráðuneytið en hefði hins veg­ar ekki áhrif á starfs­fólk hers­ins. Bú­ist er við að fryst­ing­in spari yfir fimm millj­arða doll­ara á þess­um tveim­ur árum, 28 millj­arða yfir næstu fimm ár og meira en 60 millj­arða á næstu tíu árum að sögn emb­ætt­is­manna Hvíta húss­ins.

Sá sparnaður sem næst fram með fryst­ing­unni væri þó aðeins dropi í haf fjár­laga­hall­ans sem nem­ur meira en bill­jón doll­ara. Aðgerðunum er ætlað að friða kjós­end­ur sem sýndu reiði sína vegna út­gjalda rík­is­ins í þing­kosn­ing­um í byrj­un mánaðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert