Kennara boðið starf sem strippari

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Reuters

53 ára fyrr­ver­andi kennslu­kona í Frakklandi fékk á dög­un­um send­an tölvu­póst frá at­vinnumiðlun á veg­um franska rík­is­ins þar sem lagt var til að hún tæki að sér starf stripp­ara á skemmti­stað í næsta ná­grenni.

Kon­unni, Dan­ièle Ca­sa­da­mont, var mjög mis­boðið vegna þess­ar­ar til­lögu en hún býr í bæn­um Pouss­an í suðvest­ur­hluta Frakk­lands. „Ef at­vinnumiðlun franska rík­is­ins er far­in að leggja til að við kom­um fram nak­in, hvar end­ar þetta?“ sagði hún í sam­tali við frönsku út­varps­stöðina RTL.

At­vinnumiðlun­in hef­ur neitað að biðjast af­sök­un­ar. Kon­an hafi óskað eft­ir því að fá send at­vinnu­til­boð í sínu ná­grenni og það væri það sem hún hefði fengið. Fyr­ir­komu­lagið væri sjálf­virkt og tölva sæi um að senda út at­vinnu­til­boðin.

Frétta­vef­ur­inn Thelocal.fr seg­ir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert