Rekinn úr landi fyrir heimilisofbeldi

politiforbundet.dk

Pólsk­um karl­manni, sem bú­sett­ur hef­ur verið í Dan­mörku um hríð, verður vísað úr landi fyr­ir of­beldi gegn fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni og syni og mun ekki fá að stíga fæti á danska grundu næstu 12 árin.

Maður­inn sit­ur nú á bak við lás og slá vegna heim­il­isof­beld­is, en er hann losn­ar eft­ir ár mun lög­regla fylgja hon­um á hafn­ar­bakk­ann og upp í ferju sem á að flytja hann til síns heima­lands.

Hann hlaut 15 mánaða dóm fyr­ir að hafa ráðist á kon­una á heim­ili henn­ar í Is­høj, skammt frá Kaup­manna­höfn. Sam­kvæmt frétt á vefsíðu danska dag­blaðsins Berl­ingske Tider­ne misþyrmdi hann henni á ýms­an hátt og kastaði eld­hús­hnífi á eft­ir henni er hún slapp úr klóm hans.

Maður­inn hafði margsinn­is beitt kon­una of­beldi og einnig meitt 17 ára gaml­an son þeirra, meðal ann­ars hafði hann brenni­merkt hann með síga­rettu.

Maður­inn var einnig dæmd­ur fyr­ir búðar­hnupl og fyr­ir árás á lög­reglu­mann. Hann neit­ar öll­um sök­um og hef­ur áfrýjað dómn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert