Fresta æfingu fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna

Sýnin sem tekin hafa verið úr ánni standast ekki þá …
Sýnin sem tekin hafa verið úr ánni standast ekki þá staðla sem Ólympíuleikarnir hafa sett um hreinleika hennar. AFP/Bertrand Guay

Æfingu fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París hefur verið frestað vegna þess hve mikið vatn er í ánni Signu sem rennur í gegnum borgina. 

Frá þessu greina borgaryfirvöld í París en fyrirhugað var að æfingin yrði haldin á mánudag. 

Eftir nokkurra vikna rigningartímabil er vatnsborðið í Signu nú fimm sinnum hærra en venjulega.

Að sögn borgaryfirvalda þýðir það að ekki verði hægt að „draga mikilvægan lærdóm“ af æfingunni og því hefur henni verið frestað. 

Þríþrautarkeppnin í hættu

Fyrr í dag greindi mbl.is frá því að borgaryfirvöld í París hefðu staðfest að ekki yrði óhætt að synda í ánni eins og staðan væri í dag. Ráðgert var að íþróttakappar myndu synda í ánni í þríþraut­arkeppni Ólymp­íu­leik­anna.

Þá eru bakterírur á borð við e.coli að finna í ánni sem eru afar heilsuspillandi.

Forsvarsmenn keppninnar hyggjast fresta þríþrautarkeppninni ef áin verður ekki nægilega hrein. Ísland á einn fulltrúa í þríþrautarkeppninni en það er hún Guðlaug Edda Hann­es­dótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert