Á þriðja tug drepnir nálægt byggingu Rauða krossins

Frá Gasa-ströndinni eftir árás Ísraelshers.
Frá Gasa-ströndinni eftir árás Ísraelshers. AFP

Alþjóða rauði krossinn segir að 22 hafi fallið í árás ísraelska hersins nálægt skrifstofum Rauða krossins á Gasa í gærkvöld.

Í tilkynningu segir að skrifstofur Rauða krossins hafi orðið fyrir miklum skemmdum en loftskeyti lentu skammt frá skrifstofunni og féllu 22, sem leitað höfðu skjóls í tjöldum í kringum húsnæði Rauða krossins. Á fimmta tug eru særðir eftir árásirnar.

Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segir að Ísraelsher hafi beint árásunum að tjaldbúðum á Gasa-ströndinni en talsmenn hersins segja að samkvæmt bráðabirgðarannsókn bendi ekkert til þess að hersveitir hafi gert árás á skilgreint mannúðarsvæði en atvikið sé til skoðunar innan hersins.

„Að skjóta svo hættulega nálægt mannúðarmannvirkjum setur lífi óbreyttra borgara og mannúðarstarfsmanna í hættu,“ segir í tilkynningu Rauða krossins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert