Koss án „þöguls samþykkis“ kynferðisofbeldi

Saksóknari hefur krafist að Rubiales verði dæmdur í tvö og …
Saksóknari hefur krafist að Rubiales verði dæmdur í tvö og hálft ár í fangelsi fyrir kossinn, en hann mætir fyrir dóm í febrúar á næsta ári. AFP/Thomas Coex

Hæstiréttur Spánar úrskurðaði í dag að koss án „þöguls samþykkis“ geti talist kynferðisofbeldi.

Spurningin um hvort óumbeðinn koss geti talist kynferðisleg áreitni hefur verið mikið rædd á Spáni frá því að Spánn varð heimsmeistari kvenna í knattspyrnu í ágúst á síðasta ári.

Luis Rubiales, þáverandi for­maður spænska knatt­spyrnu­sam­bands­ins, kyssti stjörnuleikmanninn Jennifer Hermoso á munninn gegn hennar vilja á verðlaunaafhendingunni á heimsmeistaramótinu í Ástralíu.

Saksóknari hefur krafist að Rubiales verði dæmdur í tvö og hálft ár í fangelsi fyrir kossinn, en hann mætir fyrir dóm í febrúar á næsta ári.

„Stolinn koss“ telst kynferðislegt ofbeldi

Hæstiréttur á Spáni staðfesti í dag dóm héraðsdóms Andalúsíu þar sem lögreglumaður var sakfelldur fyrir kynferðisbrot fyrir að kyssa konu í varðhaldi á kinnina gegn hennar vilja.

Lögreglumaðurinn var dæmdur í eins árs og níu mánaða fangelsi.

„„Stolinn koss“, og þar með án beins eða óbeins samþykkis, telst í raun kynferðislegt ofbeldi,“ sagði í dómnum.

„„Nei“ frá fórnarlambinu er ekki nauðsynlegt þegar reynt er að kyssa konu, heldur að til þess að ekki sé um glæp að ræða, þá þarf samþykki. Lykillinn er samþykki, að því marki að ef samþykki hefur ekki verið gefið, þá hefur orðið kynferðisleg áreitni,“ sagði einnig í dómnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert