Assange lentur í Canberra

Assange faðmar eiginkona sína við komuna til Canberra í dag.
Assange faðmar eiginkona sína við komuna til Canberra í dag. AFP

Flugvélin sem flutti Julian Assange, stofnanda Wiki­Leaks, frá Norður-Maríaneyjum er lent í Canberra í Ástralíu.

Fjölskylda Assange þar á meðal Stella Assagne, eiginkona hans, og faðir hans, John Shipton, tóku á móti Assange á flugvellinum. Þar urðu miklir fagnaðarfundir, en Assange er nú loks orðinn frjáls maður eftir að hafa verið látinn laus úr öryggisfangelsi í Bretlandi, þar sem hann hefur verið fangi í rúm fimm ár.

Eins og fram hefur komið lýsti Assange sig sekan af ákæru um samsæri sem snýr að birtingu trúnaðargagna og var það liður í sátt sem hann gerði við yfirvöld í Bandaríkjunum til að komast hjá framsali til Bandaríkjanna.

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, þakkaði Bretum og Bandaríkjamönnum fyrir aðstoðina og sagðist mjög ánægður með að málinu væri lokið. Hann staðfesti að hann hafi rætt við Assange í síma þegar flugvélin lenti á flugvellinum í Canberra en hann hafi ekki hitt hann augliti til auglitis.

 

 

Julian Assange veifar til fólks við komuna til Canberra í …
Julian Assange veifar til fólks við komuna til Canberra í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert