31 þúsund eldingar á heitasta degi ársins

Kort Veðurstofu Danmerkur sýnir 31.000 eldingar sem mældust á Jótlandi.
Kort Veðurstofu Danmerkur sýnir 31.000 eldingar sem mældust á Jótlandi. Kort/DMI

Heitasti sumardagur Danmerkur til þessa í ár endaði með þrumum og eldingum og eru viðvaranir í gildi víðs vegar í landinu. Fleiri en 31.000 eldingar mældust á Jótlandi á aðeins örfáum tímum.

Slökkviliðið á Suður-Jótlandi hefur sömuleiðis þurft að sinna nokkrum útköllum vegna elda sem hafa kviknað í tengslum við eldingarnar. Vatn hefur einnig tekið að flæða yfir götur og inn í hús á sumum svæðum eftir úrhellið.

Samkvæmt DR hefur haglél einnig látið á sér bera á nokkrum stöðum. Svipað veður er á suður- og austurlandi Noregs. 

Viðvaranir eru í gildi á Norður- og Norðaustur-Jótlandi, Sjálandi, Lolland Falster og Bornholm og er biðlað til fólks að fara varlega.

Talsvert hefur dregið úr rigningu og eldingum á Suður-Jótlandi eftir því sem liðið hefur á kvöldið. Veðrið færist nú lengra í austur og telur Veðurstofa Danmerkur líkur á að það kunni að stigmagnast yfir Sjálandi á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert