Danska skattamálaráðuneytið brennur

Skattamálaráðherra Dana staðfestir á X að kviknað hafi í ráðuneytinu, …
Skattamálaráðherra Dana staðfestir á X að kviknað hafi í ráðuneytinu, en reykurinn sést vissulega víða í borginni. Skjáskot/X

Eldur logar í fjármálaráðuneyti Dana á Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn.

Viðbragðsaðilar er nýlega mættir á á vettvang. Dökkir reykstrókar rísa upp úr ráðuneytinu.

Skattamálaráðuneyti Danmerkur er við Kristjánshöfn í Kaupnmannahöfn.
Skattamálaráðuneyti Danmerkur er við Kristjánshöfn í Kaupnmannahöfn. Kort/mbl.is

Náð tökum á eldinum

Danska ríkisútvarpið greinir frá og hefur eftir vettvangsstjóra að slökkviliðið hafi náð tökum á eldinum. 

„Við höfum slökkt eldinn á þakinu og erum nú að hefja það sem við köllum síðara slökkvistarf,“ segir vettvangsstjórinn Tim Ole Simonsen.

Jeppe Bruus, skattamálaráðherra Dana, skrifar á samfélagsmiðilinn X að búið sé að skipa starfsfólki að rýma húsnæðið. Talning á starfsfólki stendur yfir.

Margir hafa birt myndir af brunanum á samfélagsmiðlum. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Veistu meira? Þú getur sent myndir og skilaboð á frettir@mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert