Eldingar í Noregi: Bryan Adams yfirgaf sviðið

Bryan Adams þurfti að yfirgefa sviðið af öryggisástæðum í óveðrinu.
Bryan Adams þurfti að yfirgefa sviðið af öryggisástæðum í óveðrinu. mbl.is/Eva Björk

Tvær tónlistarhátíðir í Noregi hafa verið rýmdar vegna óveðurs og eldinga. Þurfti tónlistarmaðurinn Bryan Adams að stöðva tónleika sína á By the Pond-hátíðinni í Sandefjord af öryggisástæðum.

„Þetta er ekki mér að kenna,“ sagði Adams við hátíðargesti áður en hann yfirgaf sviðið á miðjum tónleikunum.

Samkvæmt NRK voru margir hátíðargestir afar vonsviknir en Adams þurfti að yfirgefa sviðið áður en hann flutti sitt frægasta lag Summer of 69.

Biðluðu skipuleggjendur hátíðarinnar Tons of Rock í Osló sömuleiðis til hátíðargesta að rýma svæði tónlistarhátíðarinnar hratt og örugglega á Facebook fyrir skemmstu, en óveður nálgast svæðið óðum úr suðri. Er búist við áframhaldandi óveðri á suður- og austurlandi Noregs fram á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert