Nýta skólpið til bjórframleiðslu

Bjórinn Reuse þykir bragðgóður.
Bjórinn Reuse þykir bragðgóður. Ljósmynd/Colourbox

Þýsk bruggsmiðja hefur hafið framleiðslu á nýjum bjór þar sem markmiðið er að spara vatn eins og kostur er.

Þó það teljist varla til tíðinda að hinir ölþyrstu Þjóðverjar bruggi sér bjór þá liggja umhverfissjónarmið að baki þessari framleiðslu og í stað þess að sækja hreint vatn úr krananum þá notar téð bruggsmiðja skólpvatn.

Frárennslisvatnið er til allrar hamingju síað og hreinsað og þeir sem hafa smakkað mjöðinn segja hann bragðast prýðilega. Forsvarsmenn bruggsmiðjunnar, Xylem, segja að með þessu séu þeir að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána.

Bjórinn heitir því viðeigandi nafni Reuse, sem gæti á íslensku útlagst sem Endurnýttur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert