Sex látnir í árekstri hraðlestar og strætisvagns

Þeir látnu er allir taldir hafa verið farþegar um borð …
Þeir látnu er allir taldir hafa verið farþegar um borð í strætisvagninum sem er sagður hafa farið í tvennt í árekstrinum. AFP/POLICE OF THE SLOVAK REPUBLIC

Að minnsta kosti sex eru látnir eftir árekstur á milli hraðlestar og strætisvagns í Slóvakíu í dag. 

Minnst fimm til viðbótar eru slasaðir þar á meðal lestarstjórinn og strætisvagnabílstjórinn að sögn björgunaraðila á svæðinu en talskona þeirra óttast að tala látinna muni hækka.

Þeir látnu er allir taldir hafa verið farþegar um borð í strætisvagninum sem er sagður hafa farið í tvennt í árekstrinum. 

Strætisvagninn fór í tvennt

Slysið átti sér stað í bænum Nove Zamky um 80 kílómetrum frá höfuðborginni Bratislava um klukkan 17 á staðartíma. 

Um 200 farþegar voru um borð í lestinni og níu í strætisvagninum. Lestin var á leið frá Prag til Bratislava þegar áreksturinn varð.

Lestarþjónustan Czech Railways hrósaði lestarstjóranum fyrir að hafa reynt til hins ýtrasta að koma í veg fyrir að lestin færi út af teinunum. 

Býr hann að 30 ára reynslu sem lestarstjóri og er talinn hafa brugðist skjótt við og stokkið í stjórnklefa lestarinnar aðeins örfáum sekúndum fyrir áreksturinn. Hlaut hann brunasár í eldsvoða sem braust út í stjórnklefanum við áreksturinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert