Tveir létu lífið í skotárás í Brussel í nótt

Lögreglubifreið í Brussel. Mynd tengist frétt ekki beint.
Lögreglubifreið í Brussel. Mynd tengist frétt ekki beint. AFP

Tveir létu lífið og tveir særðust alvarlega í skotárás nærri Gare De Midi-lestarstöðinni í Brussel í skömmu eftir miðnætti í gær. 

Árásin átti sér stað milli klukkan 1.00 og 2.00, eftir miðnætti, nálægt kaffihúsi í Saint Gilles-hverfinu í í belgísku höfuðborginni. Samkvæmt talsmanni lögreglu hafði hinn grunaði, eða grunuðu, flúið vettvang þegar lögreglu bar að garði. 

Svæðið þekkt fyrir fíkniefnasmygl

Svæðið þar sem atvikið átti sér stað er þekkt fyrir fíkniefnasmygl, en ekki hafa verið staðfest tengsl milli skotárásarinnar og ólöglegra fíkniefnaviðskipta í borginni. 

Á undanförnum árum hefur orðið aukning á vopnuðu ofbeldi í Belgíu og er það talið tengjast samkeppni milli eiturlyfjasmyglsgengja.

Skotbardagar hafa til að mynda átt sér stað á götum í Brussel og Antwerpen, en hafnirnar í borgunum eru orðnar helstu aðkomustaðir kókaíns sem smyglað er inn til Evrópu frá Suður-Ameríku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert