Valdaránstilraun í Bólivíu mistókst

Valdaránstilraun hersins í Bólivíu mistókst.
Valdaránstilraun hersins í Bólivíu mistókst. AFP

Valdaránstilraun hersins í Bólivíu mistókst og handtók lögreglan leiðtoga valdaránstilraunarinnar nokkrum klukkustundum eftir að hermenn réðust inn í forsetahöllina í höfuðborginni La Paz.

Brynvarinn farartæki og hermenn höfðu tekið sér stöðu á Murillo-torgi þar sem helstu stjórnarbyggingar eru staðsettar en herinn dró síðan hersveitir sínar til baka.

Yfirmaður uppreisnarhersins, hershöfðinginn Juan José Zúniga, hafði sagt að hann vildi endurskipuleggja lýðræðið og það yrðu að verða stjórnarskipti. Lögreglan í Bólivíu handtók hann seint í gærkvöld.

Luis Arce, forseti Bólivíu, fordæmdi valdaránstilraunina og orð hans fengu greinilega hljómgrunn þar sem lýðræðissinnaðir mótmælendur fóru út á götur til stuðnings ríkisstjórninni.

Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, fordæmdi einnig valdaránstilraunina og hvatti til þess að ákæra yrði lögð á hendur Zunica hershöfðingja og vitorðsmönnum hans.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert