„Gates-sjóðurinn fær engan pening eftir dauðdaga minn“

Warren Buffett, einn ríkasti maður heims.
Warren Buffett, einn ríkasti maður heims. AFP

Einn ríkasti maður heims, fjárfestirinn Warren Buffett, hefur gefið út hvernig auðhæfum hans verður ráðstafað eftir dauðdaga hans.

Hlutabréf í eigu Buffet, sem verður 94 ára seinna í sumar, eru metin á um 128 milljarða bandaríkjadala en það gerir tæpleg 18 billjónir íslenskra króna.

Í viðtali sem birtist við Buffet í Wall Street Journal í dag kom fram að hann hefur breytt erfðaskrá sinni og tekið nýja ákvörðun um hvert auðævin renna eftir dauðdaga hans.

„Gates-sjóðurinn fær engan pening eftir dauðdaga minn“ 

Áður hafði Buffet gefið út að meirihluti eigna hans myndi renna til Bill og Melindu Gates-sjóðsins sem er góðgerðarsjóður í eigu Bill Gates. Nú er hins vegar ljóst að svo verður ekki

„Gates-sjóðurinn fær engan pening eftir dauða minn,“ sagði Buffet við Wall Street Journal.

Þá kom fram að hann hafi reglulega breytt erfðaskrá sinni í gegnum tíðina en nýjasta áætlunin er að eigur hans renni til barna auðjöfursins sem munu sjá um að ráðstafa þeim. Öll börn Buffets reka sitt eigið góðgerðarfélag. 

„Ég hef mjög, mjög mikla trú á gildum barna minna þriggja, og ég treysti því hvernig þau munu framkvæma hlutina 100%,“ sagði Buffett.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert