New York Times vill að Biden hætti

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AFP

Ritstjórn áhrifamesta dagblaðs Bandaríkjanna, New York Times, kallaði í ritstjórnargrein í dag eftir því að Joe Biden forseti myndi stíga til hliðar og leyfa öðrum demókrata að mæta Donald Trump í baráttunni um valdamesta embætti heims í nóvember.

Ritstjórn blaðsins, sem er ekki hluti af fréttastofu þess,  lýsti Biden sem „skugga af merkum þjóni almennings“ og sagði að kappræður milli forsetans og Trump á fimmtudag sýna að 81 árs gamall maðurinn „félli á eigin prófi“.

Þá sagði að ákvörðun Bidens um að bjóða sig fram aftur sé „kærulaust áhættuspil,“ og að það besta sem hann geti gert fyrir þjóðina á þessu tímapunkti er að tilkynna að hann muni ekki bjóða sig fram til endurkjörs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert