Hætta leitinni að Slater

Jay Slater, hefur verið saknað síðan 17. júní.
Jay Slater, hefur verið saknað síðan 17. júní.

Leitinni að hinum 19 ára Jay Slater á Tenerife hefur verið hætt. Hans hefur verið saknað síðan 17. júní.

Sky News greinir frá.

Slater er frá Bretlandi en hann var í fríi á Tenerife ásamt vinum sínum til að sækja NRG tón­list­ar­hátíðina á Am­er­ísku strönd­inni. Þegar síðast spurðist til hans var hann stadd­ur í Rural de Teno-þjóðgarðinum á norðvest­ur­hluta eyj­ar­inn­ar. 

Nú hefur leitin verið blásin af en lögreglan mun þó halda áfram að rannsaka málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert