Sökktu kafbát sem var fullur af eiturlyfjum

Spænska lögrelann handtók fjóra menn fyrir eiturlyfjasmygl.
Spænska lögrelann handtók fjóra menn fyrir eiturlyfjasmygl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spænsk yfirvöld stöðvuðu enn einn kafbátinn sem grunaður er um að flytja eiturlyf til Evrópu frá Suður-Ameríku síðastliðinn fimmtudag.  Lögregla andtók fjóra Kólumbíumenn sem voru í áhöfninni að því er fram kemur í tilkynningu frá yfirvöldum. 

Landhelgisgæslan komst á snoðir um kafbátinn þegar undarlegur hlutur sást við eftirlit. Strax lék grunur á að um væri að ræða eiturlyfjasmygl. 

Ætla ekki að reyna ná bátnum upp

Lögreglan bjargaði skipverjum sem náðu þó að sökkva kafbátnum eftir að þeir urðu þess varir að Landhelgisgæslan hafði orðið hans vör. Var mönnunum svo bjargað um borð í bát sem þeir höfðu sett á flot.

Landhelgisgæslan sagði að hún myndi ekki reyna að ná bátnum upp, en talið er að hann sé á 1.000 metra dýpi. 

Kafbáturinn, sem lagði af stað frá Kólumbíu, er svipaður þeim sem yfirvöld stöðvuðu í fyrri aðgerðum á Spáni árið 2019, þegar þrjú tonn af kókaíni voru gerð upptæk, og einnig í svipuðu máli sem kom upp í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert