Alls 32 látið lífið eftir sjálfsmorðsárásirnar

Særður maður eftir árásina um helgina.
Særður maður eftir árásina um helgina. AFP/Audu Marte

Tala látinna eftir sjálfs­morðsárás­irnar í norðaust­ur­hluta Níg­er­íu á laugardaginn er nú komin upp í 32. Frá þessu segir varaforseti landsins, Kashim Shettima.

Árás­irn­ar beind­ust að brúðkaupi, sjúkra­húsi og jarðarför. Hryðju­verka­sam­tök­in Boko Haram hafa á síðustu árum framið fjölda árása á svæðinu.

„Enn sem komið er hafa 32 látið lífið. 42 [slasaðir] voru fluttir frá Gwoza,“ sagði Shettima er hann heimsótti særða á sjúkrahúsi í Maiduguri-borg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert