Danir ákæra níu fyrir að fagna hryðjuverkum

Búist er við niðurstöðu dómsins í dag.
Búist er við niðurstöðu dómsins í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Ríkissaksóknari í Danmörku hefur ákært níu manns fyrir að fagna hryðjuverkum Hamas þann 7. október.

Danska ríkisútvarpið og BT greina frá.

Áfrýjunardómstóll í Danmörku hefur tekið eitt málanna fyrir. Þar er áhrifavaldurinn Ahmad Elchaabi ákærður fyrir að hafa fagnað hryðjuverkunum á samfélagsmiðlinum Snapchat. Búist er við niðurstöðu dómsins í dag.

„250 stykki er ekki slæmt“

Í febrúar var áhrifavaldurinn dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir athæfið. Ákæruvaldið áfrýjaði dómnum í von um að dæmd yrði þyngri refsing, en Elchaabi krefst sýknu.

Elchaabi fagnaði hryðjuverkunum meðal annars í myndbandi sem má sjá hér að neðan.

Þar segir hann: „Það býr fólk þarna sem enn er ósnert. En 250 stykki er ekki slæmt,“ og brosir og dansar á meðan spiluð er tónlist í bakgrunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert