Flokkur Le Pen bar sigur úr býtum

Marine Le Pen ávarpaði stuðningsmenn flokks síns í gær.
Marine Le Pen ávarpaði stuðningsmenn flokks síns í gær. AFP/Francois Lo Presti

Þjóðfylk­ing­ar­flokk­ur Mar­ine Le Pen bar sigur úr býtum í fyrri um­ferð þing­kosn­inga í Frakklandi. Flokkurinn hefur aldrei áður unnið fyrstu umferð þingkosninga.

BBC greinir frá.

Þjóðfylkingarflokkurinn hlaut 33,1% greiddra atkvæða. Bandalag vinstriflokka und­ir merkj­um Nýju Alþýðufylk­ing­ar­inn­ar hlaut 28% og miðju­banda­lag Emannu­els Macrons Frakk­lands­for­seta 20,76%.

Stuðningsmenn Þjóðfylkingarflokksins fögnuðu niðurstöðum kosninganna.
Stuðningsmenn Þjóðfylkingarflokksins fögnuðu niðurstöðum kosninganna. AFP/Francois Lo Presti

Seinni umferð á sunnudag

„Ég stefni á að verða forsætisráðherra allrar frönsku þjóðarinnar, ef Frakkar veita okkur atkvæði sitt,“ sagði Jordan Bardella, leiðtogi Þjóðfylkingarflokksins, í gær.

Marine Le Pen og Jordan Bardella vilja hreinan meirihluta á þingi, en þá þurfa þau 289 þingsæti af 577 sætum. 

Þing­kosn­ing­arn­ar í Frakklandi fara fram með sér­stöku sniði. Ef eng­inn einn fram­bjóðandi fær meiri­hluta í sínu kjör­dæmi fara þeir fram­bjóðend­ur sem hljóta nægt fylgi áfram í næstu lotu þar sem kosið er á nýj­an leik. Næsta sunnu­dag verður seinni um­ferð kosn­ing­anna. Macron kallaði eft­ir breiðu lýðræðis­banda­lagi gegn Þjóðfylk­ing­ar­flokkinum í gær. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert