Gagnrýna Trump í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar

Kosningateymi Biden gagnrýnir Trump í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar.
Kosningateymi Biden gagnrýnir Trump í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar. AFP/Mandel Ngan

Kosningateymi Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, gagnrýnir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, harðlega í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna um að Trump skuli njóta friðhelgi að hluta til, í máli er varðar háttsemi hans í kringum forsetakosningarnar 2020, sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. 

„Donald Trump snappaði eftir að hann tapaði kosningunum 2020 og hvatti til þess að niðurstöðunum yrði kollvarpað. Hann heldur að hann sé yfir lögin hafinn og er tilbúinn að gera hvað sem er til að ná aftur völdum,“ segir í yfirlýsingu frá kosningateymi Bidens. 

„Ég er stolur af því að vera amerískur“

Eins og fram kemur hér á undan er um að ræða mál er varðar háttsemi Trump í kringum forsetakosningar 2020, en hann er sagður hafa grafið undan kosninganiðurstöðum.

Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna ættu rétt á friðhelgi að hluta til, þar að segja gagnvart því sem þeir gera í starfi en ekki sem almennir borgarar, og nýtur Trump þar af leiðandi friðhelgi að hluta til á lægri dómstigum þar sem málið verður tekið fyrir. 

Trump er vonum ánægður með niðurstöðuna og var fljótur að birta yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem sagði:

„Stór sigur fyrir stjórnarskránna og fyrir lýðræðið. Ég er stolur af því að vera amerískur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert