Rýming á Gasa fyrirskipuð á ný

Maður er fluttur í sjúkrarúmi í austurhluta Khan Yunis á …
Maður er fluttur í sjúkrarúmi í austurhluta Khan Yunis á Gasasvæðinu í dag. AFP/Bashar Taleb

Ísraelsher fyrirskipaði enn og aftur rýmingu hluta af suðurhluta Gasa i dag í kjölfar eldflaugaárásar sem herskáu samtökin Heil­agt stríð (e. Islamic Ji­had) hafa gert tilkall til.

Ísraelski herinn sagði að um „20 eldflaugar hafi verið auðkenndar á leið frá Khan Yunis-svæðinu“ í suðurhluta Gasa.

Eldflaugunum var beint að ísraelskum bæjum nálægt landamærunum að Palestínu og var skotið á loft í hefndarskyni fyrir „glæpi Ísraela [...] gegn palestínska fólkinu okkar“, sagði Al-Quds herdeildin í tilkynningu.

Ekkert manntjón

Ísraelski herinn segir að flest skotin hafi verið stöðvuð og að ekkert manntjón hafi orðið.

Þessu fylgdi skipun um að rýma Al-Qarara, Bani Suhaila og fleiri bæi í Rafah og Khan Yunis, næstum tveimur mánuðum eftir fyrstu skipun um að rýma Rafah fyrir sókn á jörðu niðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert