Minnst 50 krömdust til bana

Minnst 50 létu lífið.
Minnst 50 létu lífið. AFP/Tauseef Mustafa

Að minnsta kosti 50 manns krömdust til bana á trúarathöfn í norðausturhluta Indlands í dag. Þá eru nokkrir til viðbótar slasaðir.

Mannfjöldi hafði safnast saman til að fagna hindúaguðinum Shiva í borginni Hathras, sem er um 140 kílómetra suðaustur af Nýju-Delí, höfuðborg Indlands. 

25 konur létu lífið

Fjöldi fólks hefur þurft að leita á spítala eftir athöfnina. 

Nokkuð algengt er að banaslys verði á trúarathöfnum í Indlandi. Árið 2016 létust 112 manns eftir sprengingu af völdum flugelda sem varð á trúarviðburði.

Þá létust 115 manns árið 2013 eftir troðning við brú nálægt hofi í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert