Norskur ríkisborgari sakaður um tilraun til njósna

Haldinn verður fjölmiðlafundur síðar í dag.
Haldinn verður fjölmiðlafundur síðar í dag. mbl.is/Atli Steinn

Lögreglan í Noregi hefur handtekið mann vegna gruns um að hann hafi reynt að njósna í þágu Kína. Maðurinn er með norskan ríkisborgararétt.

Norski fréttamiðillinn VG greinir frá. 

Blaðamannafundur í dag

Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Ósló, höfuðborg Noregs, í dag en lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir manninum.

Verjandi mannsins, Marius Dietrichson, segir hann saklausan.

Haldinn verður blaðamannafundur síðar í dag. Vænta má frekari upplýsinga um málið eftir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert