Annar þingmaður demókrata biður Biden um að hætta

Annar þingmaður demókrata hefur nú stigið fram opinberlega og kallað …
Annar þingmaður demókrata hefur nú stigið fram opinberlega og kallað eftir því að Biden dragi framboð sitt til baka. AFP/Mandel Ngan

Fulltrúadeildarþingmaðurinn Raúl Grijalva er nú annar þingmaður Demókrataflokksins til þess að skora á Joe Biden Bandaríkjaforseta að draga forsetaframboð sitt til baka.

„Ef hann er frambjóðandinn ætla ég að styðja hann, en ég held að þetta sé tækifæri til að leita annað,“ sagði Grijalva í samtali við dagblaðið New York Times.

„Það sem hann þarf að gera er að axla ábyrgðina á því að halda embættinu – og hluti af þeirri ábyrgð er að draga framboð sitt til baka,” sagði hann.

Raúl Grijalva er í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá Arizona.
Raúl Grijalva er í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá Arizona. AFP/Getty Images/Tasos Katopodis

Segir Biden ekki vera á förum

Lloyd Doggett, þingmaður Demó­krata í full­trúa­deild­inni, varð í gær fyrsti þingmaður flokks­ins til þess að kalla eft­ir því op­in­ber­lega að Biden mynda draga fram­boð sitt til baka.

Joe Biden þótti standa sig mjög illa í kappræðum á móti Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í síðustu viku. 

Biden er þó „alls ekki“ að fara draga fram­boð sitt til baka, að sögn Kar­ine Jean-Pier­re, blaðamanna­full­trúa Hvíta húss­ins.

New York Times

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert