Átta handteknir grunaðir um glæpi gegn mannkyninu

Fimm mannanna voru handteknir í Svíþjóð og þrír þeirra í …
Fimm mannanna voru handteknir í Svíþjóð og þrír þeirra í Þýskalandi. mbl.is/Gunnlaugur

Fimm manns hafa verið handteknir í Þýskalandi grunaðir um þátttöku í glæpum gegn mannkyninu í Sýrlandi. Á sama tíma voru þrír handteknir í Svíþjóð grunaðir um þátttöku í sams konar glæp árið 2012. 

Um er að ræða lögregluaðgerð sem Svíþjóð og Þýskaland unnu í samvinnu hvort við annað. 

Fjórir ríkisfangslausir sýrlenskir Palestínumenn 

Í yfirlýsingu frá saksóknara í Þýskalandi segir að fjórir mannanna séu ríkisfangslausir sýrlenskir Palestínumenn og sá fimmti sé sýrlenskur ríkiborgari. Það segir jafnframt að mennirnir séu „sterklega grunaðir um að hafa myrt og reynt að myrða almenna borgara“, en slíkt telst til glæpa gegn mannkyninu og stríðsglæpa. 

Ulrika Bentelius Egelrud, saksóknari sem fer með rannsóknina í Þýskalandi, sagði í yfirlýsingu að hinir grunuðu hafi verið handteknir þökk sé „góðri samvinnu við yfirvöld í Þýskalandi, Eurojust og Europol“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert