Japanskur fjallgöngumaður lést í Pakistan

Úr hlíðum K2 sem er næsthæsta fjall í heimi.
Úr hlíðum K2 sem er næsthæsta fjall í heimi. AFP

Japanskur fjallgöngumaður lést þegar hann féll í sprungu í fjallgöngu í Pakistan í gær. 

Maðurinn hét Onishi Hiroshi og var 64 ára gamall en hann lést nokkrum vikum eftir að tveir aðrir japanskir fjallagarpar létust á sama tindi.

Fjallið heitir Spantik og er rúmlega sjö þúsund metra hátt.

Komu líkinu af tindinum

„Á meðan hann fór niður féll hann í sprungu nálægt búðum númer tvö,“ sagði Ataur Rehman Kakar, aðstoðaryfirlögregluþjónn Nagar, við AFP-fréttaveituna í dag.

„Hinn fjallgöngmaðurinn og burðarmennirnir náðu líkinu og komu með það heilu og höldnu í búðir númer eitt,“ sagði Kakar.

Hiroshi var einn fjögurra fjallgöngumanna sem hófu gönguna 10. júní. Tveir þeirra létust í sérstökum leiðangri í síðasta mánuði. Annað líkið náðist en yfirvöld úrskurðuðu hinn manninn látinn eftir að leit var hætt vegna slæmra veðurskilyrða.

Í Pakistan eru fimm af 14 fjöllum heims sem eru yfir átta þúsund metra hæð. Þar á meðal er K2 sem er næsthæsta fjallið í heimi. Á síðasta ári heimsóttu tæplega níu þúsund útlendingar hið afskekkta Gilgit-Baltistan-svæði þar sem Spantik er staðsett.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert