Maður stunginn til bana í Kaupmannahöfn

Maður var stunginn til bana í Kaupmannahöfn í nótt.
Maður var stunginn til bana í Kaupmannahöfn í nótt. mbl.is/Atli Steinn

28 ára gamall karlmaður lést í morgun eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Amager-svæðinu í Kaupmannahöfn í Danmörku í nótt.

Í frétt á TV2 kemur fram að lögreglu hafi borist tilkynning laust fyrir klukkan eitt í nótt um mann sem lá á götunni. Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn alvarlega slasaður eftir stungusár og lést hann í kjölfarið.

25 ára gömul kona var handtekin vegna málsins en hún er grunuð um að hafa orðið manninum að bana og verður hún leidd fyrir dómara í dag.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að konan hafi verið handtekin skammt frá vettvangi glæpsins en allt bendi til  þess að hún og fórnarlambið hafi þekkst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert