Roland Dumas er látinn 101 árs

Roland Dumas á skrifstofu sinni í París árið 2014.
Roland Dumas á skrifstofu sinni í París árið 2014. AFP/Joël Saget

Franski sósíalistinn og stjórnmálamaðurinn Roland Dumas, sem starfaði lengi sem utanríkisráðherra í ríkisstjórn forsetans Francois Mitterand, lést í dag, 101 árs að aldri.

Tveir af aðstoðarmönnum hans greindu frá þessu.

Dumas var utanríkisráðherra Frakklands frá 1984 til 1986 og síðan aftur á árunum 1988 til 1993. Eftir það tók hann við embætti forseta æðsta dómstóls landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert