Vilja ákæra Jacquot fyrir nauðgun

Jacquot neitar sök.
Jacquot neitar sök. AFP/Tobias Schwarz

Franskir ​​saksóknarar hafa farið fram á að leikstjórinn Benoit Jacquot verði ákærður fyrir að hafa nauðgað leikkonunum Isild Le Besco og Julia Roy.

Fyrr á þessu ári lagði leikkonan Judith Godreche fram kæru á hendur Jacquot fyrir að hafa nauðgað sér á meðan þau áttu í parsambandi sem hófst þegar hún var 14 ára. Jacquot var yfirheyrður vegna málsins á mánudag.

Hefur neitað sök

Í kjölfar kæru Godreche sakaði Le Besco leikstjórann um nauðgun sem hún segir hafa átt sér stað þegar þau voru í parsambandi, en hún var undir lögaldri þegar það hófst. Roy sakaði Jacquot um kynferðisbrot.

Jacquot hefur neitað sök.

Saksóknarar ákæra ekki Jacquot í tengslum við ásakanir Godreche. Hins vegar fara saksóknarar fram á Jacquot verði ákærður fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi og ofbeldi gegn Roy. Þeir fara einnig fram á að hann verði ákærur vegna nauðgunar á ólögráða einstaklingi og nauðgun á maka vegna Le Besco.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert