Gerðu árásir á ísraelskar herstöðvar

Myndin er ekki frá árásunum í dag.
Myndin er ekki frá árásunum í dag. AFP/Jack Guez

Hisbollah-samtökin í Líbanon, sem styðja hryðjuverkasamtökin Hamas, segjast hafa skotið fleiri en 200 eldflaugum og drónum á herstöðvar ísraelska hersins í dag.

Ísraelar hafa ekki tilkynnt um nein dauðföll í tengslum við árásina.

Hisbollah-samtökin gera þessa árás í hefndarskyni vegna árásar Ísraela sem varð Mohammed Naameh Nasser, háttsettum yfirmanni samtakanna, að bana í gær.

Í yfirlýsingu segist ísraelski herinn hafa í kjölfar árásanna í dag gert árásir á suðurhluta Líbanon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert