Þriðji þingmaður demókrata biður Biden um að hætta

Joe Biden og Seth Moulton ræddu saman eftir ræðu Bidens …
Joe Biden og Seth Moulton ræddu saman eftir ræðu Bidens í þinghúsinu fyrr á árinu. AFP/POOL/Jacquelyn Martin

Þriðji þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni hefur stigið fram opinberlega og beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að draga framboð sitt til baka.

Dagblaðið New York Times greinir frá.

„Biden forseti hefur unnið ötullega fyrir landið okkar, en núna er tíminn fyrir hann til að feta í fótspor [...] George Washingtons og stíga til hliðar til að leyfa nýjum leiðtogum að rísa upp og fara fram gegn Donald Trump,“ sagði Seth Moulton, þingmaður frá Massachusetts, í útvarpsviðtali fyrr í dag.

Veit ekki hver ætti að koma í stað Bidens

Moulton kvaðst ekki vita hver ætti að koma í stað Bidens, eða hvernig ætti að velja þann frambjóðenda.

Tveir aðrir demó­krat­ar í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings hafa skorað á Biden að draga fram­boð sitt til baka.

Demó­krat­inn Maura Healy, rík­is­stjóri Massachusetts, bað Biden fyrr í dag um að íhuga vand­lega hvort að hann væri rétti maðurinn í starfið til að sigra Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert