Átta handteknir vegna morðs á stjórnmálamanni

Stuðningsmenn stjórnmálaflokksins Bahujan Samaj Party (BSP) á Indlandi. Myndin tengist …
Stuðningsmenn stjórnmálaflokksins Bahujan Samaj Party (BSP) á Indlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Alls átta voru handteknir á Indlandi síðasta laugardag vegna morðsins á stjórnmálamanninum K. Armstrong sem barðist fyrir réttindum lægstu stéttar landsins.

Ráðist var á Armstrong nærri heimili hans, í borginni Tamil Nadu, þar sem hann var á spjalli við vini og stuðningsmenn sína. Mennirnir sem réðust á Armstrong flúðu vettvang áður en nokkur náði að bregðast við.

Síðar sama kvöld var morðinu á Armstrong mótmælt á götum Tamil Nadu og kröfðust stuðningsmenn hans réttlætis.

Samstarfsmaður Armstrong úr stjórnmálaflokknum Bahujan Samaj (BSP) segir árásina vera mikið áfall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert