Á þriðja tug látnir eftir sprengjuárásir Rússa

Hlúð að slösuðu fólki í Kænugarði.
Hlúð að slösuðu fólki í Kænugarði. AFP

Tala látinna eftir eldflaugaárás Rússa á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun er komin upp í 24 en Rússar skutu um 40 eldflaugum að sögn Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu.

Okhmatdyt barnaspítalinn í Kænugarði varð illa úti eftir eldflaugaárás Rússa og hafa tugir sjálfboðaliða, læknar og björgunarsveitamenn tekið þátt í leit að fórnarlömbum sprengjuárásarinnar í rústunum en talið er að margir séu fastir undir þeim.

Í Kænugarði hafa minnst 17 látist og 33 hafa særst og að sögn Vitaly Klitschko borgarstjóra er þetta ein versta árás á höfuðborgina frá því stríðið braust út.

Selenskí Úkraínuforseti er staddur í Varsjá í Póllandi á leiðtogafundi NATO þar sem búist er við því að fari fram á aukinn hernaðarstuðning frá bandamönnum Úkraínu.

Í heimabæ Selenskís, Kryvyi Rig, hafa að minnsta kosti 10 látið lífið og meira 40 hafa særst að sögn embættismanna þar. Í Dnipro, þar sem búa ein milljón manna, lést einn maður og sex særðust eftir að sprengjur hæfðu háhýsi og bensínstöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert