Flugvallarstarfsmenn í París boða til verkfalls

Ólympíuleikarnir sem haldnir verða í París í lok júlí valda …
Ólympíuleikarnir sem haldnir verða í París í lok júlí valda flugvallarstarfsmönnum áhyggjum og efna þeir til verkfalls. AFP/Joel Saget

Verkalýðsfélög flugvallarstarfsmanna í París hafa boðað til verkfalls 17. júlí, rúmri viku áður en Ólympíuleikarnir hefjast.

Ástæðan er ágreiningur, en flugvallastarfsmenn vilja launahækkun eða stuðning vegna starfa sinna á flugvöllunum þegar búist er við að um 350.000 manns muni streyma daglega inn á flugvelli Parísar.

Ólympíuleikarnir á hefðbundnum sumarfrístíma

Þá fordæma flugvallastarfsmenn „einhliða ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar um að greiða aðeins sumum starfsmönnum bónus." Starfsmennirnir krefjast ekki bara hærri launa vegna álags, heldur einnig vegna þess að Ólympíuleikarnir falla á hefðbundinn sumarfrístíma.

Helstu flugvellirnir í París, Charles De Gaulle og Orly, boðuðu til verkfalls 19. maí en það olli ekki meiriháttar röskun á flugvallarstarfsemi.

Fleiri atvinnugreinar krefjast aðgerða

Lögreglan, flugumferðarstjórar, sorphirðumenn, ríkisstarfsmenn, neðanjarðarlestar- og lestarstjórar og slökkviliðsmenn hafa einnig krafist þess að fá greiddan bónus fyrir þennan álagstíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert