Búa sig undir sterkasta fellibyl ársins

Miklar skemmdir hafa orðið nú þegar vegna mikils vinds.
Miklar skemmdir hafa orðið nú þegar vegna mikils vinds. AFP

Japanir búa sig nú undir sterkasta fellibyl ársins, Shanshan.

Yfirvöld hafa gefið út viðvörun vegna vindhraða og sjávarflóða og ráðlagt tugum þúsundum manna að yfirgefa heimili sín.

Toyota stöðvar framleiðslu

Flugfélögin Japan Airlines og ANA hafa afbókað fjölda innlendra og alþjóðlegra flugferða, sem hefur haft áhrif á um 25.000 farþega.

Ferðum Shinkansen hraðlestanna verður einnig fækkað. Þá hefur bílaframleiðandinn Toyota stöðvað framleiðslu í öllum 14 verksmiðjum sínum vegna veðurfarsins.

Fellibylurinn Shanshan kemur í kjölfar fellibylsins Ampil sem olli truflunum á flug- og lestarferðum fyrr í þessum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert