Vildi „drepa eins marga og mögulegt var“

Hinir grunuðu er sagðir hafa verið undir áhrifum hryðjuverkasamtakanna Íslamska …
Hinir grunuðu er sagðir hafa verið undir áhrifum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið. AFP

Bandaríska leyniþjónustan segir þrjá unglingsdrengi hafa lagt á ráðin um að drepa mikinn fjölda tónleikagesta á tónleikum Taylor Swift í Vínarborg fyrr í mánuðinum.

Leyniþjónustan varaði við mögulegri hryðjuverkaógn í aðdraganda tónleikanna sem var aflýst í kjölfarið. 

Þrír drengir á táningsaldri voru handteknir í tengslum við áformin og er talið að þeir hafi verið í tengslum við hryðjuverkasamtin Íslamska ríkið, að því er BBC greinir frá.

Árásin skipulögð í þaula

David Cohen, aðstoðarforstjóri leyniþjónustunnar, sagði að árásin hefði verið skipulögð í þaula.

Austurrísk yfirvöld handtóku tvo einstaklinga þann 7. ágúst og þann þriðja tveimur dögum síðar. Sá sem er talinn vera höfuðpaur áformanna er 19 ára gamall austurrískur ríkisborgari, sem hefur heitið hollustu við Íslamska ríkið. 

Vonaðist hann til þess að „drepa eins marga og mögulegt var,“ að sögn austurrískra yfirvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert