Handrið Titanic horfið að stórum hluta

Stefni Titanic var myndað í leiðangri WHOI og frönsku hafrannsóknastofnunarinnar …
Stefni Titanic var myndað í leiðangri WHOI og frönsku hafrannsóknastofnunarinnar sumarið 1986. Ljósmynd/Woods Hole Oceanographic Institution

Stór hluti handriðsins á stefni Titanic hefur losnað af og lent á sjávarbotninum.

Þetta kom í ljós eftir nýlegan leiðangur að flaki skipsins, sem sökk árið 1912 eftir að hafa siglt á ísjaka. 1.500 manns fórust.

Róbótar voru sendir að flaki Titanic í sumar og sýna ljósmyndir glögglega hvernig flakið hefur breyst eftir rúmlega 100 ár neðansjávar, að því er BBC greindi frá.

Atriðið þegar Jack og Rose, aðalpersónurnar í kvikmyndinni Titanic, standa við handrið skipsins er fyrir löngu orðið ódauðlegt í kvikmyndasögunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert