Aðgerðir sem skiluðu 180 milljörðum í kassann

Ljósmynd/Colourbox

Bandarísk yfirvöld greindu frá því í dag að þeim hefði tekist að sækja 1,3 milljarða dala, sem jafngildir um 180 milljörðum kr., úr vasa auðugra skattgreiðenda frá því í lok árs 2023. 

Tekið er fram að þetta hafi verið liður í aðgerðum stjórnvalda til að tryggja það að tekjuháir einstaklingar standi skil á sínum sköttum og gjöldum. 

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Tekjuhærri sluppu við skoðun ólíkt tekjulægri hópum

Á milli áranna 2010 og 2018 dróst hlutfall endurskoðunar á skattframtölum auðkýfinga saman um 80%. Þetta kemur fram í ræðu sem Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, mun flytja í dag í Texas í Bandaríkjunum. 

„Í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, þá dróst endurskoðun á skattframtölum tekjuhárra skattgreiðenda, á meðan endurskoðun á skattgreiðendum sem voru með tekjur undir 200.000 dölum jókst,“ bætti Yellen við, og vísaði til ríkisstjórnar Donald Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 

Kamala Harris og Donald Trump hafa reynt að höfða til …
Kamala Harris og Donald Trump hafa reynt að höfða til kjósend með því að kynna ólíkar aðgerðir í skattamálum. AFP

Skattamál í brennidepli

Skattamál hafa verið í brennidepli í Bandaríkjunum fyrir komandi forsetakosningar. Kamala Harris, forsetaefni demókrata, og Trump, sem er forsetaefni repúblikana, hafa bæði reynt að höfða til skattgreiðenda með leiðum til að draga úr þeirra fjárhagslegri byrði þeirra. 

Harris, sem er núverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur á sama tíma lagt áherslu á að auðkýfingar greiði hærri skatta.  Þetta bætist við aðgerðir stjórnvalda sem reyna að gera meira til að tryggja að ógreiddir skattar skili sér í ríkiskassann. 

Bandarísk yfirvöld hafa farið í sérstakar aðgerðir til að tryggja …
Bandarísk yfirvöld hafa farið í sérstakar aðgerðir til að tryggja það að auðkýfingar greiði skatt. Ljósmynd/Colourbox

Þunginn á herðum venjulegra Bandaríkjamanna

„Talið er að auðugasta 1% Bandaríkjamanna hafi árið 2019 skuldað ríflega fimmtung allra ógreiddra skatta, sem þýðir að venjulegir Bandaríkjamenn þurftu að axla þá ábyrgð,“ segir í ræðu Yellen. 

Bandaríska fjármálaráðuneytið greindi frá því í dag, að í lok árs 2023 hafi verið ráðist í aðgerðir gegn tekjuháaum einstaklingum sem hafa ekki skilað sínum sköttum og gjöldum. Þá segir að tæplega 80% af 1.600 milljónamæringum hafi síðan þá gert upp sín mál. 

Það þýðir að um 1,1 milljarður hafi á endanum skilað sér í kassann, sem jafngildir um 150 milljörðum kr.

Snemma á þessu ári var svo farið í aðra aðgerð sem beindist gegn tekjuháum einstaklingum sem höfðu ekki skilað skattframtali frá árinu 2017. Sú aðgerð skilaði 172 milljónum dala (um 24 milljörðum kr.) að sögn bandaríska fjármálaráðuneytisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert