Biden gagnrýndur í skýrslu repúblikana

Joe Biden.
Joe Biden. AFP/Andrew Caballeru-Reynolds

Repúblikanaflokkurinn birti í gær skýrslu þar sem gagnrýnt er hvernig Joe Biden Bandaríkjaforseti stóð að brotthvarfi bandaríska hersins frá Afganistan árið 2021.

Í skýrslunni er endurtekin gagnrýni repúblikana vegna brotthvarfsins. 13 bandarískir hermenn féllu í sjálfsvígsárás á flugvellinum í Kabúl, auk þess sem skammur tími leið þangað til talíbanar náðu höfuðborginni á sitt vald.

Í skýrslunni segir að Biden hafi „mistekist að draga úr afleiðingum ákvörðunarinnar“ vegna brotthvarfsins, sem fyrri ríkisstjórn tók undir stjórn Donalds Trumps, þáverandi Bandaríkjaforseta.

Repúblikanar bentu á áhyggjur sem leiðtogar innan hersins höfðu uppi en þeir vildu að herinn yrði áfram í landinu.

Demókratar gagnrýndu niðurstöður skýrslunnar og sögðu hana tímasetta til að hafa áhrif á komandi forsetakosningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert