Stenergard tekur við af Billström

Ulf Kristersson á blaðamannafundi ásamt Maríu Malmer Stenergard fyrr í …
Ulf Kristersson á blaðamannafundi ásamt Maríu Malmer Stenergard fyrr í dag. AFP/Jessica Gow

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur skipað Maríu Malmer Stenergard sem nýjan utanríkisráðherra landsins. Hún var áður ráðherra innflytjendamála.

Vika er liðin síðan forveri Stenergard í embætti, Tobias Billström, sagði óvænt af sér sem utanríkisráðherra.

Tobias Billström.
Tobias Billström. AFP/Jonaathan Nackstrand

Stenergard, sem er 43 ára, hefur enga reynslu af utanríkismálum en hún gegndi lykilhlutverki í samningaviðræðum vegna umbóta í innflytjendamálum ESB í júní á síðasta ári þegar Svíar gegndu þar formennsku. Stenergard er í íhaldsflokknum Moderatarna rétt eins og Kristersson.

Maria Malmer Stenergard.
Maria Malmer Stenergard. AFP/Frederik Sandberg

Billström var utanríkisráðherra þegar Svíar sóttu um aðild að Atlantshafsbandalaginu en ákvað 4. september að hætta í stjórnmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert