Tala látinna hækkar í Víetnam

Fólk hefur orðið strandaglópar á húsþökum vegna flóða.
Fólk hefur orðið strandaglópar á húsþökum vegna flóða. AFP/Nhac Nguyen

Tala látinna er komin upp í 82 eftir að fellibylurinn Yagi reið yfir Víetnam um helgina, en 64 er enn saknað. AFP-fréttastofan greinir frá.

Felli­byl­ur­inn olli gríðarlegum usla á norður­hluta lands­ins, aurskriður féllu og milljónir manna voru án rafmagns.

AFP/Nhac Nguyen

Þúsundir hafa verið strandaglópar uppi á húsþökum vegna mikilla flóða og hafa í örvæntingu sinni birt myndir og kallað eftir hjálp á samfélagsmiðlum.

Áður en felli­byl­ur­inn náði til Víet­nams hafði hann valdið 24 dauðsföll­um í suður­hluta Kína og á Fil­ipps­eyj­um.

AFP/Nhac Nguyen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert