Harris og Trump saman á minningarathöfn

Harris og Trump takast í hendur.
Harris og Trump takast í hendur. AFP/Michael M. Santiago

Forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump tókust í hendur í morgun við minnisvarða um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin stuttu eftir að þau tókust hart á í kappræðum í sjónvarpssal.

Joe Biden Bandaríkjaforseti, Harris og Trump tóku þátt í athöfn í New York í dag til að minnast þeirra tæplega 3.000 manns sem fórust í árásunum á tvíburaturnana 11. september árið 2001.

Við athöfnina í New York fyrr í dag. Frá vinstri: …
Við athöfnina í New York fyrr í dag. Frá vinstri: Kamala Harris, Joe Biden, Michael Bloomberg, Donald Trump og varaforsetaefni Trumps, J.D. Vance. AFP/Michael M. Santiago

„Við sýnum samhug með fjölskyldum og ástvinum þeirra. Við heiðrum einnig þá ótrúlegu hetjudáð sem var unnin þennan örlagaríka dag þar sem venjulegir Bandaríkjamenn hjálpuðu öðrum Bandaríkjamönnum,“ sagði Harris í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert