190.000 lítrar af vatni til að slökkva eld í Teslu

Elon Musk stefnir að því að auka framleiðslu á Teslutrukknum.
Elon Musk stefnir að því að auka framleiðslu á Teslutrukknum.

Bandarískir slökkviliðsmenn þurftu að nota 190.000 lítra af vatni til að slökkva elda og kæla rafhlöður í Teslutrukk eða Tesla Semi-bílnum eftir árekstur.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samgöngunefnd Bandaríkjanna sendi frá sér í gær. 

Slysið átti sér stað 19. ágúst og var ökumaðurinn starfsmaður Teslu á leið frá Livermore í Kaliforníu í Teslu-verksmiðjuna í Sparks í Nevada. 

Ökumaðurinn ók út af veginum og lenti á tré, áður en hann rann niður brekku. Enginn slasaðist. 

Teslutrukkurinn var kynntur til leiks árið 2017. Í uppgjöri annars ársfjórðungs Teslu gaf Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins, til kynna að stefnt væri að því að hefja umfangsmikla framleiðslu á Teslutrukkum fyrir lok árs 2025. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert