Kjærsgaard hættir í pólitík

Pia Kjærs­ga­ard hefur setið á þingi samfleytt í 40 ár.
Pia Kjærs­ga­ard hefur setið á þingi samfleytt í 40 ár. mbl.is/​Hari

Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska Þjóðarflokksins, gefur ekki kost á sér í næstu kosningum og hyggst hætta í stjórnmálum.

Þetta segir hún í viðtali við TV2.

Kjæarsgaard er einn merkasti og umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur síðari tíma en hún hefur setið á þingi í 40 ár.

Hugsaði sig vel um

„Þú verður að fara þegar þú ert elskaður og virtur,“ sagði Kjærsgaard, sem er 77 ára að aldri.

Hún leggur áherslu á að ákvörðunin sé hennar eigin og að hún hafi hugsað sig vel um. Þó að henni finnist, að eigin sögn, dálítið erfitt með það að þurfa að hætta í pólitík, efast hún engan veginn um að það sé rétt. 

Komu Kjærsgaard mótmælt

Kjærsgaard var í forystu Framfaraflokksins en árið 1995 sagði hún skilið við flokkinn og stofnaði Danska Þjóðarflokkinn. Þá gegndi hún stöfum sem forseti danska þjóðarþingsins í fjögur ár en lét af því embætti fyrir fimm árum.

Kjærsgaard, sem lengi hefur rekið harða stefnu í málefnum innflytjenda, var gestur á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum árið 2018 og voru margir sem mótmæltu komu hennar á fundinn. Þingflokkur Pírada ákvað til að mynda að sniðganga fundinn vegna veru Kjærsgaard og þá yfirgaf Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, þingpalla þegar Kjærsgaard hóf upp rausn sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert