Sjö dæmdir fyrir barnaníð

Brotin áttu sér stað á árunum 1997 til 2013.
Brotin áttu sér stað á árunum 1997 til 2013. AFP/Justin Tallis

Sjö karlmenn sem beittu tvær stúlkur kynferðisofbeldi fyrir 20. árum fengu í dag fangelsisdóm. Dómarnir voru frá 7 upp í 25 ára fangelsi.

Málin tvö eru hluti af stærstu rannsókn lögreglunnar í Bretlandi á barnaníði.

Rannsókn málsins hófst árið 2014 í kjölfar skýrslunnar „Jay report“ þar sem kom í ljós að minnsta kosti 1.400 stúlkur voru misnotaðar, tældar og seldar mansali af hópi karlmanna frá Pakistan í Rotherham á árunum 1997 til 2013.

Stúlkurnar voru á aldrinum 11 til 16 ára þegar brotin áttu sér stað.

36 manns þegar fengið dóm 

Einhverjar þeirra báru vitni fyrir dómi og lýstu því að þeim hafi oft verið gefið áfengi eða kannabis áður en þær voru misnotaðar. 

Samkvæmt bresku glæpastofnuinni (NCA) hafa 36 manns þegar verið dæmdir í fangelsi vegna málsins. Brotin áttu sér stað á heimili stúlknanna sem voru á þeim tíma allar í umsjá félagsþjónustunnar.

„Þessir menn voru grimmir og stjórnandi. Þeir tældu fórnarlömbin sín og misnotuðu þau á hrottalegan hátt,“ er haft eftir Stuart Cobb, yfirmanni rannsóknardeildar bresku glæpastofnunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert