Trump virðist hafa verið sýnt banatilræði

Donald Trump á kosningafundi á föstudag.
Donald Trump á kosningafundi á föstudag. AFP/Patrick T. Fallon

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, segir að skotunum sem var hleypt af í nágrenni við Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, „virðist hafa verið banatilræði“ sem honum var sýnt.

„FBI hefur brugðist við því sem gerðist í West Palm Beach í Flórída og er að rannsaka það sem virðist vera banatilræði sem Trump, fyrrverandi forseta, var sýnt,“ sagði í yfirlýsingu.

Umferðaröngþveiti skapaðist í Flórída eftir atvikið.
Umferðaröngþveiti skapaðist í Flórída eftir atvikið. AFP/Chandan Khanna

Lög­regl­an hef­ur þegar hand­tekið ein­stak­ling og lagt hald á vopn í tengsl­um við það sem gerðist. 

Að sögn The New York Times var byssu­skot­um hleypt af á sama golf­velli og Trump var að spila. Þegar ein­stak­ling­ur­inn var hand­tek­inn höfðu starfs­menn banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar þegar komið Trump í skjól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert