10 ára stúlka á meðal hinna látnu

Fólk safnaðist saman fyrir utan sjúkrahús í borginni Baalbeck í …
Fólk safnaðist saman fyrir utan sjúkrahús í borginni Baalbeck í Líbanon eftir að sím­boðar liðsmanna His­bollah-hreyf­ing­ar­inn­ar í tóku að springa í dag. AFP

Tala látinna í Líbanon er komin upp í níu eftir að símboðar liðsmanna Hisbollah-hryðjuverkasamtakanna tóku að springa þar í landi í dag. Á meðal hinna látnu var 10 ára gömul dóttir eins liðsmanna hreyfingarinnar.

Þá eru synir tveggja þingmanna, sem tengjast samtökunum, einnig á meðal hinna látnu.

Um 2.800 manns eru særðir eftir sprengingarnar og þar af 200 alvarlega og eru áverkar að mestu á andliti, höndum og maga þeirra særðu.

Hisbollah-hreyfingin hefur kennt Ísrael um sprengingarnar og heitið því að landinu verði refsað. Ísrael hefur ekki tjáð sig um atburðarásina.

Það hafa Bandaríkin hins vegar gert en samkvæmt talsmanni utanríkisráðuneytis landsins, Matthew Miller, voru Bandaríkin ekki viðriðin sprengingarnar né vissi landið af þeim fyrir fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert