Assange: Sekur um að hafa stundað blaðamennsku

Julian Assange ásamt eiginkonu sinni Stellu, ávarpar Evrópuráðið.
Julian Assange ásamt eiginkonu sinni Stellu, ávarpar Evrópuráðið. AFP/Frederick Florin

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, segist aðeins hafa verið sleppt úr haldi eftir margra ára innilokun vegna þess að hann sagðist sekur um að hafa stundað blaðamennsku, sem hann lýsir sem máttarstólpa í frjálsu samfélagi.

„Ég er ekki frjáls í dag vegna þess að kerfið virkaði. Ég er frjáls í dag vegna þess að eftir að hafa verið lokaður inni í mörg ár lýsti ég mig sekan um að hafa stundað blaðamennsku,“ sagði Assange í ávarpi sínu í Evrópuráðinu.

AFP/Frederick Florin

Þetta eru fyrstu opinberu ummæli hans síðan honum var sleppt úr haldi.

Assange bætti við: „Blaðamennska er ekki glæpur, hún er máttarstólpi í frjálsu og upplýstu samfélagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert